Maðurinn hugur og heilsa
Hjálpartæki líkamans Þegar eitthvert skilningarvit eða annað í líkamanum bregst, er stundum hægt að bæta úr því með tilbúnum hjálpartækjum. Hér eru nokkur dæmi um þetta. Gleraugu Gleraugu eru mjög gagnleg tæki sem hafa gert mörgum kleift að sjá betur. Fyrstu gleraugun voru fundin upp rétt fyrir aldamótin 1300. Gleraugunum, sem voru kringlótt, var haldið með teini upp að augunum þar sem engir armar voru á þeim aftur fyrir eyrun. Einnig þekktist að gleraugun væru skorðuð á nefinu með klemmu. Nú er hægt að fá gleraugu í umgjörðum af margs konar lögun og í tískulitum. Oft eru linsurnar í þeim úr plasti í stað glers. 62 fróðleikur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=