Maðurinn hugur og heilsa

61 br agð og lykt = vinna saman Bragðið Þegar þú stingur einhverju upp í þig og ferð að tyggja það finnurðu af því bragðið. Með bragðskyninu getur þú þekkt ýmislegt í sundur. Biddu einhvern að reka út úr sér tunguna framan í þig. Þá geturðu séð á henni marga litla hnúða. Þetta eru bragðlaukarnir. Af þeim er þúsundir á tungu þinni og allir eru þeir þaktir skynfrumum, bragðfrumum. Þær geta þekkt mismunandi bragðgerðir, svo sem salt, súrt og sætt. Bragðfrumurnar vinna úr bragðinu taugaboð og senda þau til heilans, sem gerir þér kleift að þekkja bragðið af því sem í munninn kemur. Bragð og lykt vinna saman Bragðskyn og ilmskyn starfa ævinlega saman. Bragðskyn þitt greinir til dæmis hvort eitthvað er súrt eða sætt. En þú ferð létt með að þekkja sundur hvort þú ert með kartöflu eða kanelsnúð í munninum. Auk þess sem örsmáar örður af bragðefnum festast við tunguna berast ilmefni af matnum upp í ilmfrumur í nefholinu. Þar með veistu nákvæmlega hvernig maturinn bragðast! Þegar maður er kvefaður kemur vel í ljós hve mikilvægt samstarf bragðskyns og ilmskyns er. Meðan nefið er stíflað verður erfiðara að finna lykt af matnum, og hann virðist næstum bragðlaus. 1 Nefndu fimm skilningarvit. 2 Hvað gera skynfærin við þær upplýsingar sem þau greina? 3 Nefndu tvo líkamshluta þar sem skynfæri eru mjög þétt saman í húðinni. 4 Hvað er átt við þegar sagt er að ljós endurkastist? 5 Hvernig verður hljóð til? 6 Hvaða gagn höfum við af lyktarskyni? 7 Hvaða bragðgerðir geturðu skynjað? Fimm bragðgerðir Lengi töldu menn að tungan greindi fjórar grunngerðir af bragði – salt, sætt, súrt og beiskt. Nú hefur fundist fimmta gerðin, sem kallast umami. Sterkur umamikeimur er af kjöti, skeldýrum og sterkum osti. fróðleikur Hvað veistu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=