Maðurinn hugur og heilsa

60 Lyktin Lyktarskynið eða ilmskynið skiptir meira máli fyrir menn en ætla mætti í fljótu bragði. Án lyktarskyns gætum við ekki fundið reykjarlyktina þegar kviknað er í, þú fyndir ekki á lyktinni hvort mjólkin væri orðin súr nema með því að bragða á henni og miklu daufara bragð væri af öllum mat. Þegar þú varst ungbarn þekktirðu foreldra þína meira að segja frá öðrum mönnum á lyktinni. Þótt lyktarskyn manna sé gott, stenst það þó engan samanburð við lyktnæmi ýmissa annarra dýra. Hvítabjörn finnur lykt af dauðum sel úr tuttugu kílómetra fjarlægð. Og karlfiðrildi getur ratað á kvenfiðrildi af lyktinni þó að margir kílómetrar séu á milli þeirra. Þótt við séum ekki svona lyktnæm, getum við samt þekkt í sundur um það bil 10.000 mismunandi ilmgerðir. Það verður að teljast nokkuð gott! Lyktin svífur í loftinu Ósýnilegar örður ýmissa ilmefna svífa í loftinu. Ilmefni berast inn í nef þitt með innöndunarloftinu. Inn af nösunum eru skynfæri lyktar, ótal margar örsmáar ilmfrumur. Þær greina svo mismunandi ilmgerðir og senda um þær taugaboð til heilans. Þar er hver lykt borin saman við aðrar gerðir sem heilinn geymir í minni. Þegar lykt af uppáhaldsmatnum þínum berst frá steikarpönnunni vekur heilinn þægilegar minningar og þú veist þá að þú átt von á góðum mat. Prófaðu! N Láttu félaga þinn loka augunum og lykta síðan af nokkrum hlutum sem þú hefur valið. Hvernig gekk? N Taktu til fimm mismunandi gerðir af mat og bragðaðu á þeim öllum. Haltu svo fyrir nefið og endurtaktu tilraunina. Fannstu einhvern mun?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=