Maðurinn hugur og heilsa

Í úteyranu eða ytra eyranu eru eyrna- blaðkan, hlustin og hljóðhimnan. Eyrnablaðkan safnar hljóðinu saman. Kuðungurinn er í inneyranu eða innra eyranu. Hann er fullur af vökva og í honum eru fjölmargar heyrnarskynfrumur. Þegar hljóð berst inn í kuðunginn fer vökvinn að titra og skynfrumurnar fara þá að titra með honum. Þessi titringur verður til þess að skynfrumurnar senda taugaboð til heilans, sem túlkar þau sem hljóð. Hljóðhimnan er afar þunn. Þegar hljóð skellur á henni fer hún að sveiflast í takt við hljóðbylgjurnar. Hlustin leiðir hljóðið inn í eyrað, að hljóðhimnunni. Í miðeyranu eru þrjú smábein sem tengjast hvert öðru í röð. Þetta eru langminnstu beinin í líkama þínum og kallast hamar, steðji og ístað eftir hlutum sem þau líkjast. Hljóðið fer eftir þessum beinum gegnum miðeyrað. Beinin hreyfast þannig að sveiflurnar verða tíu sinnum öflugri en sveiflur hljóðbylgnanna á hljóðhimnunni. Hlutverk miðeyrans er þannig að magna hljóðið. Heyrnartaugin liggur frá eyranu inn í heila. Boðin sem verða til í inneyranu berast eftir heyrnartauginni til heilans. Eyrað Eyra þitt er úr þremur hlutum, úteyra, miðeyra og inneyra. 59 fróðleikur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=