Maðurinn hugur og heilsa

58 Heyrnin Heyrnin gerir þér kleift að heyra alls kyns hljóð. Þú hugsar kannski ekki um það, en það er víst aldrei alger þögn kringum þig. Eyru þín greina alltaf einhver hljóð, frá umhverfinu og innan úr líkamanum. Hljóð verður til sem hraðar sveiflur eða titringur. Loftið tekur undir og þannig berst hljóðið sem ósýnilegar bylgjur í loftinu. Eyrað verkar eins og trekt sem safnar saman hljóðbylgjunum. Menn geta samt ekki heyrt öll hljóð. Sumar bylgjur eru of hægar eða of tíðar fyrir eyru okkar. En margt heyrum við samt. Þegar eyrun hafa safnað hljóðbylgjunum breytast þær í taugaboð og berast til heilans. Mismunandi hljóð Því yngri sem þú ert, þeim mun hærri tóna geturðu heyrt. Með háum tón er ekki átt við að hann sé hávær, heldur hvell og bjartur. Til dæmis tíst í fuglum. Með aldrinum verður heyrnin lakari og að lokum hætta menn alveg að heyra háa tóna. Þegar þú heyrir næst tíst í fuglum ættir þú að spyrja einhvern eldri mann hvort hann eða hún heyri það. Það er engan veginn víst. Sjálfspróf! ! Dragðu nöglina eftir borðplötu. Hlustaðu á hljóðið. Leggðu svo eyrað niður að borðinu og klóraðu aftur. Heyrirðu muninn? ! Sestu einhvers staðar þar sem er dauðaþögn. Heyrirðu eitthvað? Hugsaðu vel um eyrun! Vissulega er gaman að fara á popptónleika, spila í hljómsveit eða hlusta á háværa tónlist. En það fer ekki alltaf vel með eyrun þín. Mikill hávaði getur skemmt heyrnarskynfrumur inni í eyrunum og skaðað heyrnina. Önnur afleiðing af miklum hávaða getur verið óþægilegt suð fyrir eyrum sem aldrei þagnar. Þess vegna ættu allir að vernda eyrun með eyrnatöppum eða öðrum eyrnahlífum áður en komið er í umhverfi þar sem búast má við miklum hávaða. fróðleikur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=