Maðurinn hugur og heilsa

fróðleikur 57 Augað Augað er kúla, um það bil 2,5 cm að þvermáli. Það er inni í augntóft, skorðað af fituvef og beinum í höfuðkúpunni. Glæran eða hornhimnan er gagnsæi, fremsti hluti augans. Hún er framhald af hvítunni og eiginlega hluti af henni. Sjáaldrið eða ljósop augans er litla, svarta gatið á auganu miðju. Það víkkar þegar dimmt er og þrengist í aukinni birtu svo mátulega mikið ljós fellur inn í augað. Augasteinninn er linsa augans, sem breytir lögun eftir fjarlægð þess sem á er horft, þannig að myndin helst alltaf skörp. Glerhlaupið er bak við augasteininn. Það er tært og hlaupkennt eins og nafnið gefur til kynna. Sjónan eða nethimnan greinir ljós. Eftir að ljósið hefur farið gegnum glæru, sjáaldur og augastein fellur það á sjónuna. Þar eru fleiri en 100 milljón sjónfrumur, sem breyta mynd þess sem inn í augað fellur í taugaboð sem berast til heilans. Lithimnan er kringlótt skífa með gat í miðju. Það fer eftir litnum á henni hvort menn eru sagðir með blá, græn eða brún augu. Sjóntaugin tengir auga og heila. Eftir henni fara taugaboð frá sjónu til heila. Hluti hvítunnar eða augnhvítunnar sést framan á auganu. Þetta er sterk, seig himna, sem lykur um augað, gefur því lögun og ver það hnjaski.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=