Maðurinn hugur og heilsa

56 Sjónin Þú getur ekki séð nokkurn hlut nema ljós skíni á hann. Sum dýr sjá vel í mjög daufri birtu en það gera menn ekki. Hugsaðu þér að það sé epli á náttborðinu þínu. Í niðamyrkri getur þú alls ekki séð neitt. En um leið og kveikt er á lampa í herberginu geturðu séð eplið. Ljósið frá lampanum hrekkur nefnilega af því og inn í augu þín. Við segjum að ljósgeislarnir endurkastist. Inni í auganu kallar ljósið fram taugaboð sem berast eftir sjóntaug inn í heila. Hann túlkar boðin leiftursnöggt svo þú sérð að þetta getur ekki verið neitt annað en epli. Litir Í ljósinu, sem lýsir á það sem þú sérð, eru margir litir. En hlutirnir endurkasta litunum misvel. Rautt blóm endurkastar rauðum lit best. Þess vegna er blómið rautt. Annað blóm endurkastar kannski bláum lit best. Það er blátt í augum okkar. Prófaðu! ! Horfðu í auga félaga þíns og athugaðu vídd sjáaldursins. Slökktu eitthvað af ljósum svo birtan í herberginu minnki. Kveiktu svo aftur. Hvernig breytist ljósop augans? – Jæja, svo ljósið lýsir á allt sem við sjáum. Það virðist ósköp einfalt. En getur einhver sagt mér hvaðan koma allir litirnir á því sem við sjáum? Hvers vegna er eitt blóm rautt og annað blátt þegar ljósið sem lýsir á þau bæði er eins? Þegar sjónin bregst Stundum greina augun ekki skýra mynd. Oft er þá hægt að leiðrétta sjónina með gleraugum eða snertilinsum. Gallar í sjón geta verið með ýmsu móti. Sum okkar sjá vel það sem nálægt er en verr það sem er lengra í burtu. Það köllum við nærsýni. Hjá öðrum er þessu öfugt farið. Þeir sjá mjög vel frá sér en nálægir hlutir verða óskýrir. Það kallast fjarsýni. fróðleikur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=