Maðurinn hugur og heilsa

54 Skilningarvitin Þú gætir ekki lifað lengi án þess að skynja það sem gerist allt í kringum þig. Það gerir þú með því að sjá, heyra, snerta og finna bragð og lykt. Allar þessar gerðir skynjunar köllum við einu nafni skilningarvit, og líffærin sem greina þessa skynjun, svo sem eyru og augu, kallast skynfæri. „Ha, ha, ekki kitla, ekki, hættið þið, hættið!“ María engist eins og ormur í sófa frammi á gangi í skólanum. Andri og Kalla standa yfir henni, halda henni og kitla hana svo hún hljóðar. „Gefstu upp! Segðu að þú gefist upp!“ „Ég gefst upp, ég gefst upp! Hættið þið!“ Allir vita að Maríu kitlar mest af öllum í bekknum. Það er næstum sama hvar hún er snert, alls staðar kitlar hana. Í heiminum er aðeins einn maður sem getur snert Maríu án þess að kitla hana. Hún sjálf. Það er ekki hægt að kitla sjálfan sig. Þegar maður reynir það er heilinn viðbúinn snertingunni og þess vegna finnur maður ekki fyrir henni á sama hátt og þegar aðrir kitla mann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=