Maðurinn hugur og heilsa

53 Taugarnar Öll boð sem berast til heilans og frá honum fara eftir taugunum. Þær eru alls staðar í líkama þínum. Mænan, sem er inni í hryggnum, er aðalstofn tauga á milli heilans og ýmissa hluta líkamans. Heili og mæna kallast einu nafni miðtaugakerfi. Frá miðtaugakerfinu kvíslast taugar til allra hluta líkamans, út eftir örmum og fótleggjum og út í hvern fingur og hverja tá. Inni í hverri taug eru þúsundir af grönnum taugaþráðum, og hver þráður er umluktur slíðri úr fitu sem verndar og einangrar þráðinn. Boð í einum þræði mega ekki trufla flutning boða í öðrum þráðum, fituslíðrin koma í veg fyrir það. Viðbrögðin stytta sér leið Stundum bregst líkaminn við taugaboði áður en það hefur borist alla leið upp í heila. Þá tölum við um taugaviðbrögð. Dæmi um slíkt viðbragð er það sem gerist ef þú styður hendi óvart á heita plötu á eldavél. Húðin skynjar sársauka og flytur boð um hann inn í mænu. Þar er beintenging til annarra tauga sem láta þig kippa hendinni að þér áður en heilinn verður var við sársaukann. Svona taugaviðbrögð vernda líkamann gegn skyndilegri hættu. Þetta er til dæmis skýringin á því hve hratt Friðrik í 6. bekk AT vék sér undan pennaveskinu sem Ólafía skaut á hann. 1 Hvað er átt við þegar sagt er að heilinn sé æðsti stjórnandi alls sem gerist í líkamanum? 2 Hvað kallast heili og taugar einu nafni? 3 Hvaða hlutverki gegna taugarnar? 4 Hvað er tauga- viðbragð? h e i l i + t a u g a r = t a u g a k e r f i ð Nú fylgist ég ekki lengur með! Hvar kemur fljúgandi pennaveski inn í myndina? Þessi Friðrik í sjötta bekk AT vék sér svona fimlega undan því af því að taugaviðbrögð hans voru í lagi. Getur einhver sett mig inn í málið? Hvað veistu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=