Maðurinn hugur og heilsa

52 Inni í heilanum Í heilanum eru taugafrumur. Þær eru ótrúlega margar, raunar hefur enginn talið þær. Hundrað milljarðar, eða 100.000.000.000, er býsna há tala. Samt eru taugafrumurnar í heila þínum enn fleiri. Út úr hverri af þessum taugafrumum ganga margar greinar, taugaþræðir, sem mynda þétt net um heilann þveran og endilangan, þannig að hver taugafruma tengist þúsundum annarra. Eftir þráðunum berast upplýsingar innan heilans. Mismunandi hlutar heilans stjórna ýmsu sem fram fer í líkamanum. Þannig eru í heilanum stöðvar sem stýra tali, annars staðar eru stjórnstöðvar heyrnar, frá þeim þriðja er jafnvægi líkamans stýrt, og enn annars staðar í heilanum eru stjórnstöðvar hjartsláttar og öndunar. Allur heilinn minnir á stóran vinnustað með fjölda af skrifstofum sem annast hver sitt verksvið. Hugsaðu vel um heilann! Heilinn starfar hvíldarlaust alla daga og nætur. Hann verður sífellt að fá nóg af orku og súrefni. Ef þú vilt hugsa vel um heilann þarftu að borða hollan mat, hreyfa þig og fá nægan svefn. Heilinn fær orku úr matnum. Með aukinni hreyfingu andar þú að þér meiru af súrefni, sem kemur sér vel fyrir heilann. Og í svefni hvílist heilinn og safnar þrótti fyrir erfiði næsta dags. Undir hári og húð eru samvaxin bein sem kallast einu nafni höfuðkúpa. Litli heili stýrir jafnvægi. Í stóra heila eru ýmis svæði sem öll gegna mikilvægum hlutverkum. tilfinning hreyfing tal heyrn lykt sjón Mæna Í heilastofni eru stöðvar sem stýra sjálfvirkum störfum ýmissa innri líffæra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=