Maðurinn hugur og heilsa

51 Vissir þú að… … þyngd heilans ræður því ekki hversu klár dýr eru. Það er fjöldi taugaþráða sem skiptir þar máli. Heilinn í steypireyði er 7 kíló en menn eru samt greindari en þessi stórhvalur. Skýringin er að mun fleiri fellingar eru á heila manns en steypireyðar, og í þessum fellingum rúmast fjöldi af taugafrumum og þráðum sem tengja þær saman. Það er þetta sem gerir menn greindasta af öllum dýrategundum. Milljónir af boðum Maðurinn hefur þroskaðri heila en nokkurt annað dýr. Heili þinn ræður við ótrúlega flókin vandamál. Hann tekur við öllu sem við sjáum, heyrum eða skynjum á annan hátt. Heilinn sendir síðan boð um taugar til vöðvanna, sem bregðast svo við þessum boðum eins og við á. Þessi boðskipti gerast svo hratt að oft tekur maður ekki eftir því. Á hverri sekúndu tekur heilinn við milljónum af boðum og vinnur úr þeim. Hugsum okkur til dæmis að þú sért inni í búð og ætlir að kaupa ís. Fyrst eftir að þú opnar frystikistuna sérðu bara óskipulegt safn af ýmiss konar pökkum með ís. En heilinn er fljótur að koma reglu á þetta safn svo þú getur þekkt þá gerð af ís sem þig langar mest í. Svo sendir heilinn boð til réttra vöðva svo þú tekur upp uppáhaldsísinn og gengur að afgreiðsluborðinu. Þetta tekur bara nokkur andartök og er allt undir stjórn heilans. Heilinn hjálpar þér að finna réttan ís.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=