Maðurinn hugur og heilsa

49 Hvernig er hægt að hjálpa félaga með átröskun? • Sýndu að þér er ekki sama. Spyrðu félagann um líðan hans/hennar. Þótt félaginn taki þessu illa skaltu ekki gefast upp. • Fáðu hann/hana til að leita sér hjálpar. Farið þið saman á fund kennara, námsráðgjafa eða skólahjúkrunarfræðings. • Talaðu við einhvern fullorðinn sem þú treystir. Lýstu áhyggjum þínum og leitaðu ráða. • Einlægni gefst alltaf best. Það dugir ekki að loka augunum fyrir sjúkdómnum. Betra er að ræða um hann af heilum hug. Þú hefur fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af félaga þínum og reyna að veita hjálp ef þér finnst að eitthvað sé að. 1 Teldu upp helstu tegundir næringarefna og nefndu mat sem mikið er í af hverri gerð. 2 Lýstu ferð matarins gegnum meltingarfærin. 3 Hvaða hlutverki gegna kolvetni í matnum? 4 Hvað mælir gegn því að við reynum að öðlast „fullkomið útlit“? 5 Greindu frá tveimur algengustu gerðum átröskunar. Átröskun Bæði strákar og stelpur geta veikst af átröskun. Algengustu tvær gerðirnar eru lystarstol og lotugræðgi. Lystarstol er sjúklegur ótti við það að þyngjast. Sjúklingarnir svelta sig og leggja sig fram um að megrast. Lotugræðgi birtist í því að sjúklingurinn belgir sig út af mat en ælir honum síðan til að komast hjá því að þyngjast. Hvað veistu? fróðleikur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=