Maðurinn hugur og heilsa

Þetta er sjötti bekkur AT. Skoðaðu bekkjarmyndina vel, því þú átt eftir að kynnast þessum krökkum í bókinni. Í bókinni fræðist þú um það hvernig líkami þinn er gerður og hvernig hann starfar. Hér er meðal annars fjallað um húð þína, bein, hjarta og skilningarvit. Hér kynnist þú því til dæmis hvers vegna blóðið virðist blátt undir húðinni þó að það sé í rauninni rautt. Líka hvers vegna ekki skröltir í allri beinagrindinni í hvert sinn sem þú hreyfir þig. Um þetta og margt fleira má lesa í þessari bók. En bókin er ekki bara um líkamann og hvernig hann starfar. Hún er líka um félagsskap og ást og hvernig það er að þroskast og breytast úr barni í fullorðinn karl eða konu. Þessi bók er nefnilega um einstaklinginn og líkama hans. Ég verð með þér í gegnum alla bókina. Það er sagt að ég sé síspyrjandi um alla skapaða hluti. En er það ekki besta leiðin til að fræðast? Sjáumst! 4 Sjötti bekkur AT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=