Maðurinn hugur og heilsa

47 Vissir þú að… ... margar myndir sem þú sérð í auglýsingum og í sjónvarpi eru falsaðar. Fólkið á myndunum er alls ekki svona fullkomið. Það hefur verið umskapað í tölvu. Með hjálp ýmissa forrita er hægt að slétta úr hrukkum í andliti, taka burt bólur af kinnum, mjókka mitti, lengja fótleggi og snyrta og fegra hárið. Langflestar mannamyndir í auglýsingum hafa verið endurgerðar á þennan hátt. ef maður væri eins fallega sólbrúnn og maðurinn á auglýsingunni.“ Þessi boðskapur, að eitthvað sé að útlitinu og að eitthvað verði að gera til að laga það, dynur sífellt á okkur. Alls staðar má sjá og heyra um fegrunarmeðul og galdraaðferðir sem við eigum að nota til að bæta útlit líkamans. Kannast þú kannski við þessi loforð í auglýsingum frá snyrtivöruframleiðendum eða líkamsræktarstöðvum? ! Óaðfinnanleg hárgreiðsla. ! Skínandi hvítar tennur. ! Grannur og þjálfaður líkami. ! Vel til hafðar neglur. ! Stelpurnar eiga að vera með hárlausa, rakaða leggi. ! Mátulega sólbrún húð. ! Flatur og sléttur magi. Það kemur fyrir að sumir eru ósáttir við það hvernig líkami þeirra lítur út! Stundum gengur þetta svo langt að menn sjá bara gallana en gleyma því sem gott er við líkamann. Kannski kanntu vel við litinn á hárinu og augunum og vöðvarnir eru stæltir og sterkir. Hugsaðu frekar um það! ? Hvað heldur þú að hann sé að hugsa? Hvað heldur þú að hún sé að hugsa?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=