Maðurinn hugur og heilsa

46 Sættu þig við útlitið Hvernig vildirðu líta út ef þú mættir ráða því? Með ljóst eða dökkt hár? Freknur? Langa fingur, kröftuga leggi eða minna nef? Vildirðu vera grennri eða þybbnari en þú ert? Margir sjá fyrir sér mynd af hinum fullkomna líkama. „Fullkominn“ er samkvæmt orðabókum alger, óaðfinnanlegur, annmarkalaus, ágallalaus eða ógallaður. Þú hefur sífellt fyrir augum myndir á auglýsingaskiltum, í blöðum og tímaritum og í sjónvarpi. Þótt þú hugsir sjaldnast um það, geymirðu svona myndir alltaf einhvers staðar í undirvitundinni. Á mörgum auglýsingamyndum og á gínum í búðargluggum sést fólk sem er svo grannvaxið að það gæti alls ekki lifað eðlilegu lífi. Það getur verið hættulegt að taka sér þannig útlit til fyrirmyndar sem fullkominn líkama. Raunverulegt fólk hefur þörf fyrir ákveðið magn af líkamsfitu. Sá sem borðar of lítið verður síþreyttur og að lokum veikur. Og einmitt á þínum aldri er líkaminn í örum vexti, og aldrei er meiri þörf fyrir nægan og hollan mat. Hið fullkomna útlit Okkur hættir til að bera okkur saman við aðra og sjá þá ýmsa galla á eigin líkama. „Hárið á Nadíu er fallegra. Adam er með sterkari handleggi. Kvikmyndastjarnan á myndinni er með grennri fótleggi. Og væri nú ekki munur ?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=