Maðurinn hugur og heilsa

Vissir þú að… … ef hægt væri að rétta úr öllum hlykkjunum á smáþörmunum yrði úr þeim 6 metra löng pípa. En þannig pípa kæmist auðvitað ekki fyrir í líkamanum. m u n n u r + v é l i n d a + m a g i + þ a r m a r = m e l t i n g a r f æ r i n 45 6. áfangi: Endaþarmurinn Inn í endaþarm fer allt það úr matnum sem líkaminn hefur ekki þörf fyrir. Mest af þessu eru bakteríur sem eru óþarfar, og auk þess trefjar og kannski líka eitthvað af efnum eða hlutum sem þú hefur gleypt óviljandi og líkaminn þarfnast ekki eða getur ekki melt. Um sólarhring eftir að þú borðaðir pylsuna kúkar þú síðustu leifum hennar. 4. áfangi: Smáþarmarnir Í smáþörmunum eða görnunum heldur meltingin áfram. Fitunni er sundrað og hún tekin inn í líkamann. Sundrun prótína heldur áfram og kolvetnin eru líka brotin niður í minni einingar sem líkaminn getur tekið til sín. Að innan eru smáþarmarnir alsettir fellingum og á þeim eru örlitlar totur, þarmatoturnar. Inni í hverri totu eru grannar æðar sem taka til sín allt það sem líkaminn þarfnast úr matnum. Afganginum ýta vöðvar í smáþörmunum áfram. 5. áfangi: Ristillinn Í ristlinum er mikið af æðum og inn í þær tekur líkaminn til sín dálítið af vatni en lítið annað. Þar með er meltingu pylsunnar lokið. Afgangurinn kallast saur og hann berst nú úr ristlinum inn í endaþarm.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=