Maðurinn hugur og heilsa

Meltingin Það verða miklar breytingar á matnum eftir að þú stingur honum upp í þig. Hér geturðu fylgst með því hvað verður um pylsu sem þú borðar. 3. áfangi: Maginn Í maganum blandast pylsan magasafa. Hann gegnir því mikilvæga hlutverki að brjóta niður prótínin í matnum svo að frumurnar í vöðvum þínum og öðrum líffærum geti notað þau. Auk þess drepur magasafinn ýmsar bakteríur sem þú færð í þig úr matnum. Þegar maturinn hefur verið í maganum um þrjár klukkustundir berst hann í smáskömmtum inn í smáþarmana. 1. áfangi: Munnurinn Um leið og þú hefur bitið fyrsta bitann af pylsunni hefst meltingin. Tennurnar mala pylsuna og blanda hana munnvatni, sem auðveldar þér að renna henni niður. 2. áfangi: Vélindað Þegar þú kyngir rennur tuggna pylsan niður í gegnum vélindað. Það er löng slanga sem liggur niður í maga. 44 fróðleikur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=