Maðurinn hugur og heilsa
43 Prótín eða eggjahvítuefni eru byggingarefni, meðal annars fyrir vöðvana. Prótín færðu einkum úr kjöti, fiski, eggjum, mjólk og baunum. Alltaf þegar þú borðar eitthvað af þessu fær líkami þinn nýtt prótín svo vöðvarnir geta vaxið. Kolvetni eða sykrur leggja þér og frumum þínum til orku svo að líkaminn getur unnið. Mikið er af kolvetnum í brauði, kartöflum, pasta, hrísgrjónum og ávöxtum. Fita er líka góður orkugjafi. Auk þess heldur fitan undir húðinni hita á líkamanum og utan á mörgum líffærum er fita sem ver þau hnjaski. Fita fæst til dæmis úr smjöri, matarolíu, osti, kjöti og fiski. Vítamín eru nauðsynleg til að líkami þinn vaxi og þú haldir heilsu. Mikið er af ýmsum vítamínum í ávöxtum, berjum, grænmeti, mjólk og eggjum. Steinefni gegna ýmsum hlutverkum í líkamanum. Þau eru líka af ýmsu tagi, til dæmis járn og kalk. Járn er nauðsynlegt fyrir blóðið. Mikið er af því í spergilkáli og spínati. Þú færð kalk úr osti og mjólk. Vissir þú að… … ef einhver tæki upp á því að hafa þig í matinn fengi hann úr þér alla þessa fimm flokka næringarefna? Þar sem líkami þinn er gerður úr því sem þú borðar, er hann úr prótínum, kolvetnum, fitu, stein- efnum og vítamínum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=