Maðurinn hugur og heilsa

Hvað er í matnum? Líkami þinn er gerður úr matnum sem þú borðar. Ekki svo að skilja að inni í þér séu alls staðar á floti fiskstautar, bananar og pönnukökur. Líkaminn brýtur matinn niður og meltir hann. Við það verða til ýmis næringarefni sem þú þarft að fá. Helstu næringarefnin eru kolvetni (sykrur), prótín (eggjahvítuefni), fita, steinefni og vítamín. Þessi efni eru í matnum sem þú borðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=