Maðurinn hugur og heilsa

39 Hvernig verðum við sólbrún? Í húðfrumum eru korn með dökkum litarefnum. Þegar sólin skín á húðina fjölgar þessum kornum og við verðum brún. Brúni liturinn kemur í veg fyrir sólbruna, þar sem sterkir geislar sólar brenna húðina, sem roðnar þá og flagnar. Sólbruni getur verið hættulegur, svo þú ættir að hlífa húðinni við sterku sólskini. Menn hafa misdökka húð eftir því hvaðan þeir eru ættaðir. Dökka litarefnið í húðinni, sem kallast melanín, hlífir líkamanum gegn skaðlegum áhrifum sólskins. Menn frá hlýjum, sólríkum löndum hafa meira melanín í húð en þeir sem koma frá kaldari svæðum, þar sem sólskinið er ekki eins sterkt. Liturinn er bara í húðinni eða hörundinu . Undir húðinni er enginn munur á hörundsdökkum og -ljósum mönnum. 1 Hvernig hjálpar húðin þér við að halda réttum hita á líkamanum? 2 Hvaða hlutverki gegna frumurnar yst í húðinni? 3 Hvers vegna þarf húðin að vera vatnsþétt? 4 Húðin er úr þremur lögum. Hvað nefnast þau? 5 Hvað heitir efnið í húðinni sem verndar líkamann gegn sterku sólskini? 6 Hvers vegna hafa menn misdökka húð? Hvers vegna hafa sumir menn ljósa húð en aðrir dökka? Getur einhver hjálpað mér að skilja það? Hvað veistu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=