Maðurinn hugur og heilsa

37 Verndar líkamann Ysti hlutinn af húð þinni er eiginlega dauður. Hann er úr dauðum húðfrumum – mörgum lögum af frumum sem halda úti bakteríum sem reyna að þrengja sér inn um húðina. Auk þess verndar húðin ýmsar æðar, vöðva og taugar. Er vatnsþétt Öll líffæri inni í líkama þínum þurfa að vera rök og umlukt hæfilega miklu af líkamsvökvum. Húðin heldur vatninu inni í líkamanum. Hún gefur frá sér svita þegar þér verður of heitt en er annars vatnsþétt. Á hverjum degi losar þú þig við milljónir af dauðum húðfrumum yst á húðinni. Þær nuddast burt í sturtunni, þegar þú klæðir þig, eða bara við það að þú hreyfir þig úr stað. En innar í húðinni eru afar iðnar, lifandi frumur. Þær skipta sér og fjölga sér þannig og mynda nýjar húðfrumur sem harðna svo og deyja. Fjölgunin er mátulega ör til þess að nýjar frumur koma í stað þeirra sem húðin glatar. Þannig endurnýjar húð þín sig stöðugt. Breytir lögun Þegar þú hreyfir þig tognar á húðinni þannig að hún nær yfir þá hluta sem stækka við hreyfinguna. Síðan skreppur hún aftur saman. Auk þess þykknar húðin á stöðum sem mikið mæðir á, svo sem neðan á iljunum. Húð þín er þannig alltaf eins og sniðin að þörfum líkamans. Endurnýjar sig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=