Maðurinn hugur og heilsa

36 Húðin Húð þín er mun stærri en þú gætir haldið. Hún teygist yfir öll útskot á líkamanum og gengur inn í allar glufur. Húðin er stærsta líffæri líkamans. Ef hægt væri að slétta úr húðinni á líkama fullorðins manns, yrði flatarmálið nærri tveir fermetrar. Og húðin er afar gagnleg. Hún gerir allt þetta: Heldur réttum hita Í líkama heilbrigðs manns er hitinn 37 °C. Ef þér verður of heitt svitnarðu. Svitinn verður til í svitakirtlum í húðinni og seytlar út um smáop á henni. Þegar svitinn gufar upp kólnar líkaminn. En ef þér verður aftur á móti of kalt hættir þú að svitna og húðin sleppir sem minnstu af varma út. Innst í húðinni er lag af fitu sem kemur í veg fyrir að líkaminn kólni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=