Maðurinn hugur og heilsa
35 Ropi Þegar við kyngjum fylgir oft loft með. Við losnum við þetta loft með því að ropa. Munnvatn Í munnvatni er, auk vatns, slím og ýmis sölt. Munnvatnið verður til í kirtlum inni í munninum. Það kemur í veg fyrir að tennur og tunga þorni. Kúkur Saur eða kúkur er það sem gengur af þegar líkami þinn hefur unnið næringuna úr matnum. Eyrnamergur Eyrnamergur er fita og vax sem myndast í smákirtlum inni í eyranu (í hlustinni) og safnar í sig óhreinindum og bakteríum. Gröftur Gröftur er gulhvítur vökvi með dauðum hvítkornum. Hann verður til þegar líkaminn berst við sýkingu, til dæmis í sári. Hor Hor er slím sem ver nasirnar. Þegar bakteríum fjölgar í nösunum myndast meira slím og við losnum við þær með slíminu þegar við snýtum okkur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=