Maðurinn hugur og heilsa

33 Nýrun Sitt hvorum megin við hrygginn, rétt ofan við mitti, eru nýrun. Þau líta út líkt og kaffibaunir nema mun stærri. Í nýrunum eru milljónir af örsmáum síum sem sía úr blóðinu óþörf og skaðleg efni. Daglega sía nýrun 200 lítra af vökva úr blóðinu. Langmest af þessum vökva fer samt óbreytt gegnum nýrun og aftur út í blóðrásina. En líkaminn þarf að losna við efnin sem nýrun sía úr blóðinu. Úr þeim verður þvag (piss), sem rennur frá nýrunum eftir grönnum leiðslum, þvagpípum, einni úr hvoru nýra. Þvagpípurnar opnast svo í þvagblöðru. Eftir því sem meira þvag safnast í þvagblöðruna, því meira verður þér mál að pissa. Þegar þú pissar losarðu þig við ýmis skaðleg efni. 1 Hvað gerir lifrin? 2 Hvað gera nýrun? 3 Úr hverju er þvagið? Vissir þú að… … lifrin gerir fleira en að hreinsa blóðið? Hún býr líka til efni sem kallast gall. Gallið hjálpar til við að melta fitu i matnum. Jafnóðum og lifrin myndar gall safnast það fyrir í gallblöðru. Úr gallblöðrunni berst gallið til garnanna eftir leiðslu, gallrás. þ v a g e ð a p i s s = v a t n + e f n i s e m l í k a m i n n þ a r f a ð l o s n a v i ð æðar nýra þvagpípa Nýrun sía úr líkamanum efni sem eru óþörf eða skaðleg. Hvað veistu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=