Maðurinn hugur og heilsa

32 Hreint og fínt Í líkama þínum eru tvær öflugar hreinsistöðvar – lifrin og nýrun. Þær hreinsa, sía og taka til og losa líkamann við efni sem eru óþörf eða skaðleg. Lifrin Ef þú leggur hönd á neðsta rifið hægra megin styðurðu á lifrina. Lifrin er stærsta líf- færið inni í líkamanum. Á hverri mínútu streymir meira en lítri af blóði gegnum lifrina, þar sem það er hreinsað. Auk næringarefna sem líkaminn þarfnast eru í blóðinu ýmis önnur efni sem hann þarfnast ekki. Þessum efnum sundrar lifrin og sendir áfram til næstu hreinsistöðvar í líkamanum. Það eru nýrun. lifur Lifrin vegur um eitt og hálft kíló. Innan við hana er gallblaðran. gallblaðra

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=