Maðurinn hugur og heilsa
31 Hvernig öndum við? Í sjálfum lungunum eru engir öndunarvöðvar. En í brjóstkassa og þind eru vöðvar sem draga loft inn í lungun og sleppa því svo aftur út. Þegar brjóstkassinn þenst út og þindin dregst niður verður meira rúm fyrir lungun, sem teygjast þá út og loft dregst inn í þau. Svo fellur brjóstkassinn saman og þindin hvelfist upp. Við það skreppa lungun saman og loftið fer út úr þeim. Þetta er svo endurtekið í hvert sinn sem þú dregur andann. Þegar öndunarrásirnar teppast Öndunarrásirnar í sumum mönnum skreppa stundum saman. Þetta er kallað astmi eða andarteppa. Þegar rásirnar þrengjast verður erfitt að ná andanum og hvæsandi blísturhljóð heyrast frá lungunum. Astmi er mjög óþægilegur sjúkdómur en sem betur fer eru til lyf við honum. 1 Hvers vegna þarftu að anda að þér lofti? 2 Hvaða loft losar líkaminn sig við í útöndunarloftinu? 3 Hvað eru öndunarrásir? 4 Hvað gerist í lungunum? 5 Hvað er astmi? Hvað veistu?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=