Maðurinn hugur og heilsa

27 Hjartað slær mishratt Ef þú leggur tvo fingur yfir slagæð geturðu fundið fyrir slætti hjartans í æðinni. Auðveldast er að greina þetta utan á hálsinum. Fjöldi slaga í æðinni á einni mínútu kallast púls þinn. Það er munur á púlsinum eftir því hvort þú hvílist, sefur, stekkur eða hleypur. Hjartað lagar sig nefnilega að þörfum líkamans. Því meira sem þú hreyfir þig eða reynir á annan hátt á vöðvana, þeim mun meira þarf líkaminn af næringu og súrefni. Þá slær hjartað örar og púlsinn fer upp. Þegar þú ert kyrr eða sofandi þarf líkaminn minna af súrefni og næringu, og þá róast hjartað og púlsinn lækkar. Hugsaðu vel um hjartað Engin dæla sem menn hafa smíðað jafnast á við hjarta þitt. Það getur slegið án afláts í heila öld. Á ævi manns slær hjartað mörgum milljörðum sinnum. Hjartað er öflug dæla. Það dælir blóðkornum svo hratt að þau eru ekki nema um það bil mínútu að ferðast heila hringrás um líkamann. Ef hjarta manns væri látið dæla blóði á pall vörubíls sem rúmaði 10.000 lítra væri pallurinn ekki nema sólarhring að fyllast. Finnst þér ekki ástæða til þess að hugsa vel um hjartað? 1 Hve mikið blóð er í líkama fullorðins manns? 2 Hverjir eru helstu hlutar blóðs? 3 Hvaða gagn gera rauðkornin? 4 Hverjir eru meginhlutar blóðrásarkerfisins? 5 Hvaða gagn gera hvítkornin? 6 Hvað eru slagæðar og bláæðar? 7 Í hjartanu eru fjögur hólf. Hvað kallast þau? 8 Hvað er púls? p ú l s = f j ö l d i h j a r t s l á t t a á m í n ú t u Hvað veistu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=