Maðurinn hugur og heilsa
B a n k lokur hægri gátt hægra hvolf vinstri gátt vinstra hvolf lokur 1. Blóð streymir til hjartans frá útlimum og bol. 2. Blóð streymir til lungnanna. 3. Blóð streymir frá lungunum. 4. Blóð streymir út um líkamann. lokur 26 Hjartað hvílist aldrei Hjarta þitt er vöðvi á stærð við krepptan hnefa. Hjartað þreytist aldrei á að vinna. Það dælir blóði um allan líkama þinn, jafnt á nóttu sem degi, að meðaltali um það bil 90 sinnum á mínútu. Hjartað dælir blóði til lungnanna þar sem það tekur til sín súrefni. Blóðið berst svo aftur til hjartans og þaðan til allra frumna í líkamanum, niður í fætur og upp í höfuð, og síðan enn á ný til hjartans. Hjartað hefur sannarlega nóg að gera! Í hjartanu eru fjögur hólf Hjartað skiptist í fjögur hólf, sem kölluð eru gáttir og hvolf. Hjartagáttirnar eru við það kenndar að um þær rennur blóð inn í hjartað eins og um dyragátt. Hjartagátt má því líkja við anddyri. Hvolfin eru stærri en gáttirnar. Þau dæla blóði út úr hjartanu og kalla við það fram hjartsláttinn. Annað heiti á hjartahólfi er því slegill. Úr gáttum rennur blóðið inn í hvolfin. Úr hægra hvolfi fer blóðið til lungna og tekur upp súrefni, en blóðið úr vinstra hvolfi fer út í ósæðina og dreifist þaðan um allan líkamann og sér frumunum fyrir súrefni. Á milli gátta og hvolfa eru lokur sem koma í veg fyrir að blóðið renni í öfuga átt. Aðrar lokur eru þar sem stóru slagæðarnar liggja út úr hvolfunum. Án þeirra mundi blóð sjúgast inn í hvolfin þegar þau þenjast út að loknum slætti.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=