Maðurinn hugur og heilsa
25 Varnir líkamans Það eru hvítkornin í blóðinu sem verja líkamann gegn veikindum svo hann helst heilbrigður. Þau hremma og drepa bakteríur og veirur sem valda sjúkdómum. Sum hvítkorn mynda auk þess mótefni. Það eru efni sem festast við bakteríurnar og drepa þær. Eftir að þér batnar halda hvítkornin áfram að mynda mótefnin. Á meðan getur þú ekki smitast aftur af sama sjúkdómnum. Varnir í sprautu Hægt er að bólusetja þig við ýmsum sjúkdómum, svo sem kíghósta og lömunarveiki. Þá er hættulausum pörtum af veirum eða bakteríum sprautað inn í líkamann. Þessir partar eru skaðlausir og kalla ekki fram sjúkdóma, en þeir kenna líkamanum að þekkja bakteríurnar eða veirurnar sem bólusett er við. Ef þú smitast síðan aftur af kíghósta eða lömunarveiki er nóg af réttum mótefnum í líkamanum. Þau ráðast á veirurnar eða bakteríurnar svo að þú veikist ekki. Hvítkorn hefur nálgast bakteríur, sem eru rauðlitaðar, og gleypir þær síðan.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=