Maðurinn hugur og heilsa

24 Nýtt blóð Venjulegir skurðir og sár eru sjaldan banvæn. Blóð- flögurnar loka sárinu og líkaminn myndar nýtt blóð í stað þess sem tapaðist. Innan skamms er blóðmagnið orðið eins og það var. Líkaminn endurnýjar blóðið í sífellu. En maður sem slasast alvarlega og missir mikið blóð, til dæmis eftir slæmt bílslys, lifir ekki nema hann fái blóð úr öðrum manni með blóðgjöf. Blátt blóð eða rautt? Flestar æðar undir húðinni eru bláæðar, sem flytja blóð með litlu súrefni í átt til hjartans. Því minna súrefni sem er í blóðinu, þeim mun bláleitara verður það. Reyndar ekki heiðblátt eins og himinninn, en dekkra en súrefnisríkt blóð og með fjólublárri slikju. Það kallast bláæðablóð. Þegar blóðið fær í sig meira súrefni, breytist það í slagæðablóð, sem er skærrautt og ljósara á litinn. Liturinn á húðinni blekkir þig líka. Í gegnum hana sýnist blóðið í æðunum enn blárra en það raunverulega er. Blóð sem rennur úr sári er rautt. En blóð í æðum undir húðinni virðist blátt á litinn. Hvernig stendur á þessu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=