Maðurinn hugur og heilsa

23 Leið blóðsins Langstærsta slagæðin er ósæðin , stundum nefnd meginæð líkamans. Hún liggur um brjóstholið og þaðan niður eftir kviðnum. Greinar frá henni liggja svo út um allan líkamann, til höfuðs og út í arma og fótleggi. Í ósæðinni rennur blóðið hraðar en í nokkrum öðrum æðum, það fer einn metra á hverri sekúndu! Slagæðar flytja blóð frá hjartanu. Flestar greinast út frá ósæðinni og færa líkaman-um súrefnis- ríkt blóð. Í blóðinu sem er í slagæðum á leið til lungnanna er samt lítið af súrefni, en það mettast af því í háræðum í lungunum. Bláæðar flytja blóð til hjartans. Í flestum er súrefnissnautt blóð sem hjartað dælir síðan til lungnanna. Í blóðrásinni um lungun snýst þetta þó við. Þar er blóðið í bláæðunum, á leið til hjartans, mettað af súrefni. Slagæðar og bláæðar greinast í sífellt fleiri og minni æðar eftir því sem fjær dregur hjartanu. Á milli slagæða og bláæða eru minnstu æðar lík- amans, háræðarnar . Æðar með súrefnisríku blóði, slag- æðablóði, eru oft litaðar rauðar á teikningum, en æðar sem flytja súr- efnissnautt blóð áleiðis til lungnanna (bláæðablóð) eru hafðar bláar. fróðleikur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=