Maðurinn hugur og heilsa

22 Blóðið er á hringrás í líkamanum Hjartað dælir blóðinu um líkamann, hring eftir hring. Í hvert sinn sem þú finnur fyrir því að hjartað slær, dælir það blóði út í æðarnar. Frá hjarta fer blóðið til lungnanna. Þangað sækja rauðkornin súrefni. Svo berst blóðið aftur til hjartans, og þaðan út um allan líkamann, út í hverja tá og hvern fingur. Allt þetta kerfi, hjartað og æðarnar, kallast blóðrás. Við getum líkt blóðrásinni við kerfi af vegum. Eftir þessum vegum flytur blóðið ýmis efni sem líkaminn þarfnast. Blóðið flytur súrefni til allra hluta líkamans. Auk þess berast með blóðinu næringarefni úr matnum sem þú borðar. Blóðið ber líka með sér efni sem líkaminn þarfnast ekki lengur, til dæmis koltvíoxíð og annan úrgang sem losnar þegar frumurnar starfa. Koltvíoxíðið berst til lungnanna, sem anda því frá sér. Önnur úrgangsefni berast til nýrnanna sem losa okkur við þau í pissinu. Allt blóð rennur í líkamanum inni í þröngum æðum. Til eru ýmsar gerðir af æðum, sem kallast slagæðar, bláæðar og háræðar. Skoðaðu myndina á næstu blaðsíðu! b l ó ð + æ ð a r + h j a r t a = b l ó ð r á s Vissir þú að … … blóðið rennur upp eftir líkamanum frá fótunum? Vöðvar í fótleggjum og bol þrýsta því upp á við. Inni í æðunum eru litlar lokur sem verka líkt og hurðir. Þegar blóð er komið í gegn skella lokurnar saman og loka á eftir sér. Blóðið kemst þá ekki til baka en verður að halda áfram upp á við.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=