Maðurinn hugur og heilsa

21 Hvað er blóð? Það er stundum ljótt að sjá þegar einhver er meiddur og blóðið drýpur. Í hryllingskvikmyndum sést blóð oft flæða í stríðum straumum, áhorfendum til skelfingar. En blóð er samt ekki neitt til að óttast. Mestur hluti þess er bara venjulegt vatn. Þess vegna getur blóð flotið í dropum eða fossað úr sári. Í vatninu er örlítið af ýmsum efnum, svo sem salti, fitu og sykri. Blandan kallast blóðvökvi. Í blóðvökvanum fljóta svo rauðkorn, eða rauð blóðkorn, og hvítkorn, einnig kölluð hvít blóðkorn, og blóðflögur. Uppskrift: Blóð Í einum dropa er: ! hálfur dropi af blóðvökva ! 5 milljón rauðkorn ! 10.000 hvítkorn ! 250.000 blóðflögur Í fullorðnum manni eru 5 lítrar af blóði. Það gerir um 25 þúsund milljarða af rauðkornum. Reyndu svo að reikna út afganginn! Inni í æð Rauðkornin eru frumur sem lita blóðið rautt. Aðalhlutverk þeirra er að taka til sín súrefni í lungunum og flytja það um allan líkamann. Án súrefnis getum við ekki lifað. Hvítkornin eru frumur sem vernda líkamann gegn sjúk- dómum. Þau eru hluti af ónæmiskerfi líkamans. Ef þau eru of fá eða starfa ekki eðlilega er hætt við að þú veikist. Blóðkorn og blóðflögur fljóta í blóðvökva , en 90 hundraðs- hlutar af honum eru vatn. Auk þess eru í blóðvökva leyst ýmis efni, meðal annars sölt og ýmis steinefni, sykur og fita. Blóðflögurnar eru enn minni en rauðkornin og hvítkornin. Þau eru eiginlega bara hlutar úr frumum sem hafa losnað sundur. Hlutverk þeirra er að stöðva blóðrennsli úr smásárum með því að stífla þau svo blóðið kemst ekki út úr þeim. fróðleikur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=