Maðurinn hugur og heilsa
20 Blóð og hjarta Hjartað dælir blóði án afláts um allan líkamann. Í líkama þínum eru 2–3 lítrar af blóði (um 5 lítrar í fullorðnum manni). Blóðið sér líkamanum fyrir næringu og súrefni. Án blóðs gætirðu ekki lifað. „Æ, æ! – Ó, ó, ó!“ Í hádegishléinu berst hátt neyðarkall frá holtinu bak við skólann. Ástríður hefur dottið og rekið hnéð í hvassa brún á steini. Hún er nú náföl og heldur um meidda hnéð. Blóð seytlar út úr rifnum gallabuxum hennar. „Hvað kom fyrir?“ Flestir í bekknum hafa safnast kringum Ástríði og börnin horfa skelfd á hana. Loks tekur Nadía við sér og hleypur burt til að sækja skólahjúkrunarfræðinginn. Ekki dugir að láta Ástríði blæða út. S v o n a l í t a r a u ð k o r n ú t í s m á s j á .
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=