Maðurinn hugur og heilsa

19 Eymsli af ofreynslu Eftir of mikla áreynslu, eins og þegar Jón ofreyndi sig á íþróttaæfingu, koma stundum fram örsmá sár inni í vöðvunum, eða vökvi lekur út úr frumunum svo að vöðvinn verður bólginn og aumur. Svona verkir, strengir eða „harðsperrur“, geta verið afar sárir, en þeir eru hættulausir og líða hjá á nokkrum dögum. Þegar vöðvarnir þreytast Flestir vöðvar þreytast af áreynslu og þurfa að hvílast. Við skulum til dæmis skoða vöðvana í hálsinum og augnalokunum. Á daginn halda þeir höfðinu uppi og augunum opnum. En undir kvöld verður maður syfjaður. Þá slaknar á vöðvunum, hverjum af öðrum. Höfuðið sígur niður og augun lokast. Brátt tekur svefninn völdin og vöðvarnir fá að hvílast um nóttina. 1 Hvernig væri það ef þú hefðir enga vöðva? 2 Hvaða vöðvum hefur þú stjórn á? 3 Hvar eru vöðvar sem þú hefur ekki stjórn á? 4 Hvers vegna vinna vöðvar saman tveir og tveir? 5 Af hverju fá menn sára vöðvaverki, strengi? Ég skil þetta ekki enn. Áðan lá Jón emjandi í rúminu … Hvað kom fyrir hann? Hvað veistu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=