Maðurinn hugur og heilsa

17 Helmingur líkamans er vöðvar Um helmingurinn af þyngd líkama þíns er í vöðvunum. Það er sama hvaða partur hans er skoðaður – húð, augu, munnur eða á milli tánna. Alls staðar eru vöðvar. Það kemur sér líka eins vel. Án vöðva gætirðu fátt gert! Vöðvar kalla fram sérhverja hreyfingu líkamans. Það á líka við um hreyfingar sem ekki verða greindar utan frá, svo sem þegar hjartað slær. Vöðvar sem þú hefur vald á Flestir vöðvar í líkamanum tengjast beinagrindinni með sinum. Þessir vöðvar eru líka stundum kallaðir beinagrindarvöðvar. Það er einkenni á beinagrindarvöðvum að þú ræður hvernig þú beitir þeim. Ef þú ætlar til dæmis að kasta bolta, sendir heilinn boð til ákveðinna vöðva. Boðin berast eftir taugum fram og aftur á milli heila og vöðva – og boltanum er kastað! Vöðvar sem þú ræður ekki yfir Í líkamanum eru auk þess vöðvar sem þú ræður ekki yfir, til dæmis í maga og þörmum. Hlutverk þeirra er að færa matinn gegnum líkamann. Í hvert sinn sem einhver hluti þessara vöðva herpist saman slaknar á næsta hluta og maturinn þokast örlítinn spöl í rétta átt. Þessir meltingarvöðvar vinna án þess að þú vitir af því. Annar vöðvi sem þú ræður ekki við er hjartað. Allt hjartað er einn stór vöðvi sem aldrei þarfnast hvíldar, heldur vinnur óslitið alla ævi þína. Í hvert sinn sem hjartavöðvinn dregst saman dælir hjartað blóði út um líkamann. Hugsaðu vel um vöðvana Vöðvarnir eru þér mikils virði og þú þarft að gera vel við þá. Þjálfun og hreyfing gerir vöðvana stærri og aflmeiri. Þeir styrkjast líka af hollum mat. Í fiski, kjöti og baunum er mikið af prótíni sem vöðvarnir þarfnast til að vaxa og styrkjast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=