Maðurinn hugur og heilsa
15 Gömul bein Þegar maður deyr hættir líkaminn að starfa. Vöðvar, húð, blóð og ýmis önnur líffæri leysast smám saman upp og eyðast. Á endanum verður ekkert eftir nema beinin. Beinin moltna ekki eins auðveldlega og aðrir hlutar líkamans af því að þau eru mjög hörð. Þess vegna getur beinagrind eða stök bein enst mjög lengi. Rannsóknir á gömlum beinum geta leitt margt í ljós um lífshætti manna til forna. Af skemmdum á beinum má stundum lesa úr hverju mennirnir hafi dáið. Beinafræðingar, sérfróðir í gerð fornra beina, geta greint margt um andlitsfall, hæð og aldur þess sem beinagrindin er af og hvort hún er af karli eða konu. 1 Hve mörg bein eru í beinagrindinni? 2 Hver eru helstu hlutverk beinanna? 3 Hverjar eru tvær helstu gerðir beina í beinagrindinni? 4 Hvað er inni í leggjarbeinum? 5 Hvaða hlutverki gegna liðir? 6 Hvað geta sérfræðingar lesið úr beinum löngu dáinna manna? Þessi bein fundust við uppgröft á Skriðuklaustri. Þar var rekið klaustur og spítali á fyrri hluta 16. aldar. Á þessum tíma kom það fyrir að grafir voru teknar ofan í eldri grafir og það skýrir að tvær hauskúpur liggja hér hlið við hlið. Hvað veistu?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=