Maðurinn hugur og heilsa

Þegar Beinteinn er hreyfður skröltir í beina- grindinni. Ef við erum eins og hann að innan, ætti þá ekki líka að heyrast skrölt þegar við hreyfum okkur? Sívöl og flöt bein Skipta má flestum beinum í beina- grindinni í sívöl bein (leggi) og flöt bein. Leggirnir eru aflangir hólkar, holir innan. Inni í þeim er mjúkt, hlaupkennt efni, beinmergurinn. Mergurinn er mikilvægur, því að í honum verða til frumurnar í blóðinu, rauðkornin og hvítkornin. Í handleggjum og fótleggjum eru löng leggjarbein. Annars staðar í beinagrindinni eru flöt bein. Þau lykja um viðkvæma líkamsparta og verja þá hnjaski. Rifin eru flöt bein, sem vernda lungu og hjarta. Við hreyfum okkur um liðina Þar sem bein koma saman í beina- grindinni eru liðir eða liðamót af ýmsum gerðum, svo sem kúluliðir eða hjöruliðir. Beinin hreyfast innbyrðis um liðina. Án þeirra væri allur líkaminn stinnur eins og staur. Á endum beinanna, þar sem þau mætast í liðamótum, er brjósk, sem er mýkra en bein. Inni í liðnum myndast vökvi sem smyr brjóskið í liðflötunum svo að þeir verða hálir og hreyfast auðveldlega innbyrðis. Þess vegna heyrist ekkert skrölt þegar beinin hreyfast um liðina. 14 hjöruliður – beinin geta aðeins hreyfst í einum fleti, fram og aftur kúluliður – beinin geta hreyfst í allar áttir Í olnboganum er bæði kúlu- liður og hjöruliður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=