Maðurinn hugur og heilsa
Halló! Ég er Beinteinn beinagrind. höfuðkúpa hálsliðir rifbein dálkur hryggur hælbein framristarbein tákjúkur ristarbein sköflungur sveif Beinagrindin er uppistaða líkamans Inni í ykkur er beinagrind. Hún er uppistaða líkamans. Beinagrindin er samsett úr um 200 beinum, sem ásamt vöðvunum skorða líkamann og hreyfa á ýmsa vegu. Beinin eru hörð og vernda líka viðkvæma líkamshluta. Ef maður verður fyrir slysi getur farið svo að bein brotni. Beinbrot er vissulega sárt, en það er bót í máli að beinendarnir geta vaxið saman og brotið gróið. Handleggur Stínu á sjálfur eftir að lækna sig, ef brotnu hlutarnir eru rétt skorðaðir og haggast ekki á meðan brotið grær. Þess vegna settu læknarnir brotna handlegginn í gifsumbúðir. Stór bein og smá Beinin í beinagrindinni eru misstór. Lengsta og sterkasta bein líkamans er lærleggurinn. Allra minnsta beinið er djúpt inni í eyranu. Það kallast ístað og er á stærð við hrísgrjón. Í líkamshlutum sem við þurfum að hreyfa mikið og snúa upp á eru mörg smábein og vöðvar sem vinna saman. Lítum til dæmis á hendur og fætur Beinteins. Þar eru mörg bein, frá fingrum og tám upp í úlnlið og ökkla. Þar eru samanlagt meira en helmingurinn af öllum beinunum í beinagrindinni. öln (olnbogabein) 13 upphandleggur lærleggur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=