Maðurinn hugur og heilsa

Beinagrindin Ef engin bein væru í líkamanum mundirðu leka niður eins og klessa. En sem betur fer eru í þér ein 200 bein sem ásamt vöðvunum bera þig uppi. Dag nokkurn kemur Stína í skólann með annan handlegginn í hvítum gifsumbúðum. Hún var nefnilega að príla í tré og datt niður úr því. Að minnsta kosti þrjátíu sinnum verður hún að segja alla sorgarsöguna. Bekkjarfélagar Stínu vilja vita nákvæmlega hvað gerðist. Rannstu á greininni? Hvernig leið þér þegar handleggurinn brotnaði? Varstu flutt í sjúkrabíl? Hvenær losnarðu úr gifsinu? Stína er snarrugluð í allri þessari yfirheyrslu. Félagarnir þagna ekki fyrr en Andrés kennari rogast með stóra beinagrind inn í skólastofuna. „Þetta er hann Beinteinn beinagrind,“ segir Andrés. „Nú ætla ég að segja ykkur hvað gerist þegar maður handleggsbrotnar.“ 12

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=