Maðurinn hugur og heilsa
1 Geturðu nefnt nokkrar breytingar sem verða á líkama þínum þegar þú eldist? 2 Hvernig verður ný fruma til? 3 Hvað verður um frumur eftir að þær deyja? 4 Geturðu nefnt nokkrar gerðir af frumum? Hvað veistu? Frumurnar skipta með sér verkum Frumurnar í líkama þínum gegna mismunandi hlutverkum og eru líka ólíkar í útliti. Á myndinni sjást nokkrar af þeim frumugerðum sem eru í líkama þínum. Reyndar eru gerðirnar miklu fleiri og frumurnar vinna líka misjöfn störf. Það þarf ekki að leggja hart að sér til að fá frumurnar til að vinna. Það kemur af sjálfu sér. Þær eru iðnar og vinna allar stundir án þess að hvílast. 11 Vöðvafrumurnar mynda alla vöðvana í líkama þínum. Taugafrumurnar leiða boð með margs konar upplýsingum milli heilans og annarra hluta líkamans. Húðfrumurnar mynda húðina sem þekur allan líkamann. Rauðkornin eða rauðu blóðkornin eru frumur í blóðinu. Þau flytja súrefnið, sem þú andar að þér, til allra hluta líkamans.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=