Maðurinn hugur og heilsa
9 18 ára Kringum 18 ára aldur er beinagrindin að mestu fullvaxin og unglingurinn er að fá á sig útlit fullorðins manns. Brátt hættir líkaminn að vaxa. Eftir það myndast nýjar frumur aðeins í stað þeirra sem eyðast. Enginn veit með vissu hvers vegna við hættum svona skyndilega að vaxa, en það er víst eins gott. Hvernig færi fyrir okkur ef við héldum áfram að stækka alla ævi? 70 ára „Hvað varstu að segja?“ Með aldrinum dofnar heyrnin hjá flestum. Húðin verður hrukkótt og beinin veikbyggðari en áður. Engu að síður er sami maðurinn enn í þessum líkama. Flestir sjötugir menn hafa sama skopskyn og finnst sami ísinn góður og þegar þeir voru 26 eða 43 ára. 40 ára „Ja hérna, er hárið farið að grána?“ Fyrstu gráu hárin sjást á höfði margra manna um fertugt, þá þurfa líka margir gleraugu til að sjá það sem er nærri, af því að augasteinarnir eru farnir að harðna. Fyrstu merki um versnandi sjón eru oft að maður þarf að halda blaði eða bók lengra frá sér en áður við lestur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=