12 Lygasaga (bls. 24–28) 1. Hver fer með rógburð inni á skrifstofu skólastjórans? _ _____________________________ 2. Strikaðu undir 6 sérnöfn og gerðu hring utan um 6 samnöfn. Saga hefur gaman af því að skrifa sögur. Sagan heitir Lygasaga. Ráðhildur heldur að Saga sé þjófur og segi bara lygasögur. Kötturinn Krummi stelur hlutum eins og fuglinn krummi sem ágirnist allt sem glóir. Steinn finnur Sögu og segir henni sögu um dularfulla úlfa. Úlfar geta verið hættulegir eins og úlfurinn sem borðaði ömmuna í sögunni um Rauðhettu. Þá fékk úlfurinn makleg málgjöld og endaði með steina í maganum. 3. Skrifaðu samnöfnin og sérnöfnin í textanum í rétta kassa. Samnöfn Sérnöfn rógburður merkir að tala illa um einhvern eða ljúga upp á hann Sérnöfn eru t.d nöfn manna, dýra, bóka, landa og stofnana. Sum nafnorð geta verið bæði sérnöfn og samnöfn.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=