Lygasaga

Skólastjórinn les það sem stendur á miðanum og horfir til skiptis á húsvörðinn Úlf og strákinn. – Húsvörðurinn undirbjó ránin en lét strákinn um skítverkin, segir Saga og dregur djúpt andann. Hún rifjar upp samtalið sem hún heyrði inni á klósetti. – Úlfur hótaði stráknum og borgaði honum ekki fyrir innbrotin. Því merkti þjófurinn staðina með úlfsspori áður en hann braust inn. Hann var að ögra Úlfi. – Sporið kom upp um ykkur að lokum, segir hún við húsvörðinn. Alveg eins og þú sagðir. – Helv… titturinn þinn, urrar Úlfur í átt að stráknum. Sá fölleiti grettir sig á móti. – Þú sagðir satt, hvíslar Steinn að Sögu. – Lyginni líkast, segir Saga og þau hlæja bæði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=