Lygasaga

Augun venjast myrkrinu smám saman. Það er frekar tómlegt í skúrnum, bara nokkrir pokar upp við vegg. Saga kemur öðrum fætinum inn um opið. Hún tyllir tánni á hillu og smokrar sér inn um gluggann. Þegar hún er komin hálfa leið heyrist brak og hillan brestur. Saga fellur í gólfið. Hún reynir að standa á fætur en finnur sáran sting í ökklanum. Hún dettur á plastpoka. Pokinn er fullur af tómum dósum. Skarkalinn er mikill og dósir rúlla í allar áttir. Það færist bros yfir andlit Sögu. Þetta eru úðabrúsar. Tómir úðabrúsar. Hún er svo sannarlega komin á sporið. En hvar er þýfið? hugsar Saga og nuddar á sér ökklann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=