Lygasaga

Saga gengur að skúrnum. Þar blasir sporið við eins og það hafi beðið eftir henni. Hún mátar lykilinn í hengilás. Lásinn er greinilega nýr þótt hurðin sé fúin. En lykillinn passar ekki í skrána. Hún stingur lyklinum í vasann og skoðar sporið betur. Þetta líkist kattarspori en gæti líka verið eftir hund eða úlf. Af hverju var þetta spor í skólanum? Kannski er gengi að merkja svæði sitt. Úlfagengi. – Nú veit ég um hvað ég ætla að skrifa, segir hún við sjálfa sig og dregur dagbókina sína upp úr töskunni. Efst á auða blaðsíðu skrifar hún 19 ÚLFUR ÚLFUR.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=