Listin að lesa og skrifa 9b - Lús, lús, lús
Notkun Áður en barnið les textann Æskilegt er að barnið sé hvatt til að skoða myndirnar vel og velta fyrir sér sögunni út frá þeim. Þetta ættu kennari/foreldri og barn helst að gera saman. Neðst á blaðsíðunum eru spurningar sem styðjast má við. Miðað er við að barnið hafi ekki lært alla bókstafina og er textinn því afar einfaldur en myndunum er ætlað að dýpka hann og gæða söguna lífi. Þá gefst einnig tækifæri til að kynna orð sem verða á vegi barnsins og auðvelda því lesturinn. Á meðan lesið er Ef barnið er mjög hæglæst getur verið hvetjandi fyrir það að fullorðinn hefji lesturinn og lesi t.d. fyrstu blaðsíðuna, jafnvel aðra hverja blaðsíðu eða aðra hverja línu til að barnið gefist ekki upp og njóti þess að ljúka við að lesa bók. Eftir lestur textans Mikilvægt er að ræða betur það sem kom fram, spyrja spurninga úr textanum og ganga úr skugga um lesskilning. Þá getur verið skemmtilegt að fara í orðaleiki, finna tiltekin orð í bókinni, telja hvað þau koma oft fyrir, finna orð sem ríma, falleg orð, skrýtin orð, orð sem merkja það sama o.s.frv. Lús, lús, lús Lestrarbók 9b ISBN 978-9979-0-2507-8 © Arnheiður Borg og Sigrún Löve © teikningar Jean Posocco Ritstjórn: Sylvía Guðmundsdóttir 1. útgáfa 2014 önnur prentun 2017 þriðja prentun 2019 Menntamálastofnun Kópavogi Umbrot: Námsgagnastofnun Prentun: Ísafoldarprentsmiðja ehf. – Umhverfisvottuð prentsmiðja
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=