Litla skrímslið

Til kennara og foreldra Smábókaflokkurinn er ætlaður börnum sem eru að ná tökum á lestri en þurfa þjálfun. Sögurnar eru fjölbreyttar og skiptast í þyngdarflokka. Reynt er að höfða til ólíkra áhugasviða með texta sem er innihaldsríkur þrátt fyrir einfalda framsetningu. Á vef Menntamálastofnunar (mms.is ) má nálgast margvíslegt efni sem tengist smábókaflokknum: Lesum og skoðum orð – Smábækur . Gagnvirkur vefur þar sem velja má um 11 smábækur og 6 mismunandi leiðir til að fást við texta bókanna. Smábókaskápurinn . Gagnvirkar rafbækur úr smábókaflokknum. Börnin geta ýmist lesið textann eða hlustað og á hverri blaðsíðu eru spurningar og verkefni. Orðaleikir . Málfræðiverkefni úr vefjum sem fylgja nokkrum smábókum. Íslenska á yngsta stigi – veftorg . Yfirlit yfir efni sem tengist smábókunum, kennsluhugmyndir, málfræðiyfirlit og verkefni til útprentunar. Umræður heima og í skólanum Skrímsli og draugar. Trúa nokkrir á skrímsli og drauga? Varla, en af hverju erum við þá stundum myrkfælin? Gæludýr . Hverjir eiga gæludýr, hvaða dýr eru það? Hverjir hugsa um dýrin, hafa börnin einhverjum skyldum að gegna? Er alls staðar leyfilegt að hafa gæludýr? Geta allir fengið gæludýr (fjölbýli, kostnaður, ofnæmi)? Hvernig leið hvolpinum um nóttina? Hvernig er að vera að heiman í fyrsta sinn? Lausn sögunnar . Börnin fá að heimsækja Kol. Er hægt að deila gæludýrum með öðrum? Orð sem þarf að skýra Þrusk, bylur, skrímsli, að súpa hveljur, trýni, dilla. Búa til bók Gæludýrabókin. Teikningar og ljósmyndir af gæludýrum barnanna, nöfn þeirra og e.t.v. frásagnir af þeim skrásettar t.d. með aðstoð foreldra. Myndvinnsla Skrímsli . Ef þau væru til, hvernig myndu þau þá líta út? †msir útfærslumöguleikar, t.d. pappírsklipp. Gæludýr . „Klessulitir“ á litaðan pappír, eða stórar myndir málaðar á brúnan pappír sem síðan eru klipptar út og fylltar (báðar hliðar teiknaðar). Kolur litli úti í bylnum. Svarthvít pennateikning eða „klessulitir“ svart, hvítt og grátt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=