Litla Lesrún
4 Nú hafið þið lesið um útlit, fæðu og færni pandabjarna. En hvar ætli pöndur sofi? Hvers vegna nudda þær rassinum upp við tré? Pöndur eyða deginum í að éta bambus og hvíla sig í trjánum. Stundum sofna þær uppi í tré. Pandabirnir sofa líka í hellum. Pöndur merkja sér svæði með því að nudda afturendanum við trjástofna og skilja þannig lykt sína eftir þar. Elsta panda sem hefur lifað var birna sem hét Jia-Jia og varð hún 38 ára gömul. Jia-Jia bjó í dýragarði í Kína. Hún náði ekki að eignast neinn hún á sinni löngu ævi. Elsti pandabjörn heims var aftur á móti hinn 31 árs gamli Pan-Pan. Ég er björn. Ég er birna. Ég er húnn. Samt ekki hurðarhúnn!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=