Litla Lesrún

44 Hvað ætli strúturinn geri þegar ráðist er á hann? Lesið meira um strútinn og strikið undir aðalatriðin. Strútar lifa í hópum, 5 til 50 saman. Ef strútum er ógnað eða þeir lenda í hættu þá leggjast þeir annaðhvort flatir á jörðina eða hlaupa í burtu. Egg strútsins er stærst allra fuglaeggja og getur orðið ríflega eitt kíló að þyngd. Karlfuglinn í hópnum grefur stóra holu fyrir egg allra kvenfuglanna. Þar verpa kvenfuglarnir eggjum sínum en karlfuglinn og einn kvenfugl hjálpast síðan að og liggja á eggjunum í 35-45 daga. Eggin klekjast út í holunni og þegar ungarnir fara á stjá er það karlfuglinn sem hugsar um þá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=